*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Huginn og muninn
18. maí 2019 10:02

Hver mun stýra Arion banka?

Síðan bankastjóri Arion banka sagði starfi sínu lausu hafa margir verið orðaðir við starfið.

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða.
Haraldur Guðjónsson

Nú spá menn og spekúlera í því hver setjist í bankastjórastólinn í Arion banka en rúmur mánuður er liðinn frá því að Höskuldur Ólafsson sagði starfi sínu lausu. Á þeim tíma sem liðinn er hafa margir verið orðaðir við starfið. Fyrir um mánuði síðan greindu hrafnarnir frá nokkrum þeirra en það voru þau Benedikt Gíslason, stjórnarmaður í Arion, Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, Tómas Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Alcoa, Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marel, Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar, Marínó Örn Tryggvason, aðstoðarforstjóri Kviku, og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.

Nýverið var Kári Hallgrímsson orðaður við bankastjórastöðuna í Arion banka. Kári hefur búið í London undanfarin ár. Hann lærði við London School of Economics og starfar nú hjá JP Morgan. Einn einn Kviku-maðurinn hefur einnig verið nefndur til sögunnar en það er Ásgeir Helgi R. Gylfason, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs í bankanum og auðvitað bróðir Þórdísar Kolbrúnar. R. Gylfadóttur, sem í dag er ferðamála- , iðnaðar-, nýsköpunar- og dómsmálaráðherra.

Hrafnarnir hafa einnig heyrt tvö ný nöfn nefnd. Eru það þeir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, og Haraldur Þórðarson, forstjóri fjármálafyrirtækisins Fossa markaða. Áður en Hermann settist í forstjórastólinn hjá Sjóvá var hann framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka og þekkir því vel til þar á bæ. Hann starfaði einnig fyrir Kaupþing og Íslandsbanka. Haraldur var einn af stofnendum Fossa árið 2015 og er einn af eigendum félagsins. Haraldur hefur góða reynslu úr fjármálaheiminum. Hann starfaði hjá Straumi fjárfestingabanka frá 2011 til 2015 og sat í framkvæmdastjórn bankans. Þar áður var hann framkvæmdastjóri hjá Exista og einnig starfaði hann í nokkur ár hjá Kaupþingi. Ef Arion banki vill klófesta Harald er kannski besta leiðin að kaupa Fossa markaði.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is