Í gær hækkaði Seðlabankinn stýrivexti um 1% í 4,75%. Þessi ákvörðun kemur ekki á óvart en þó er Óðinn ekki sannfærður um að hækkunin muni ná að temja verðbólgudrauginn.

Síðustu 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,6% á Íslandi. Er það minna en til dæmis í Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku. Ástæðan er aðallega að orkuverð í öðrum vestrænum ríkjum hefur hækkað miklu meira en á Íslandi. Við getum þakkað fyrir hreinu rafmagnsframleiðsluna og hitaveiturnar.

Á Íslandi vegur kostnaður við húsnæði þyngst, eða 48% af allir hækkuninni. Inni í þessum kostnaði er hiti og rafmagn en verðið hefur lítið breyst á þessum tveimur liðum.

Ferðir og flutningar hafa hækkað næstmest. Þar vega eldsneytisverð og flugferðir þyngst. Er þetta 21% af hækkun vísitölunnar. Matur og drykkjarvörur vega 12% af hækkun vísitölunnar.

Það má með nokkurri varfærni segja að um það bil helmingur hækkunar vísitölunnar sé vegna ákvarðana ríkisins og sveitarfélaga. Það sem eftir stendur er innflutt verðbólga sem er af völdum innrásarinnar í Úkraínu og framleiðslu- og flutningserfiðleika í kjölfar Covid-19.

***

Ábyrgð ríkisstjórnarinnar

Ríkið leggur virðisaukaskatt á allar hækkanir á matvöru og bensín. Einnig hefur ríkið hækkað gjöld á áfengi. Það má alveg segja að skattar og gjöld eigi að vera almenn og eigi ekki að ráðast af dægurmálum. Hins vegar vega þau svo þungt, til dæmis í bensínverði, að þegar stríð brýst út með miklum hækkunum er óforsvaranlegt annað en að lækka álögurnar, að minnsta kosti tímabundið. Eða finnst einhverjum rétt að ríkið hagnist á innrás Rússa í Úkraínu?

Í fyrradag birti Hagstofan vísitölu fasteignaverðs fyrir maí. Hækkunin er 3% sem er aðeins 0,1% lægra en í apríl. Það segir okkur að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans, úr 2% frá ársbyrjun í 3,75% fyrir vaxtahækkunina í gær, hafa ekki haft nokkur teljandi áhrif á fasteignamarkaðinn. Breyttar kröfur til nýrra lántakenda, sem kynntar voru á dögunum, munu hugsanlega hafa áhrif. Sjáum til.

***

Kenning Ásgeirs

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði