Viðskiptablaðið hefur í á fjórða ár reynt að fá greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf. Félagið var stofnað árið 2016 af Bjarna Benediktssyni þáverandi, og núverandi, fjármálaráðherra.

Verkefni Lindarhvols var að sjá um og selja eignir sem ríkinu féllu í skaut eftir samninga við slitabú föllnu bankanna aðrar en hlutabréf í Íslandsbanka sem Bankasýslu ríkisins var falið að annast. Bókfært virði eigna í umsýslu Lindarhvols nam um 200 milljörðum króna, fjórum sinnum verðmætari en hluturinn sem var seldur á dögunum í Íslandsbanka. Meðal var um að ræða hlut í Arion banka, Símanum, Reitum, Lyfju og Klakka - áður Exista.

***

Forsætisnefnd, sem Birgir Ármannsson forseti Alþingis fer fyrir, féllst á dögunum á að afhenda Viðskiptablaðinu umrædda greinargerð og átti það að gerast fyrir 25. apríl síðastliðinn. Sú ákvörðun er m.a. byggð á óháðu lögfræðiáliti frá utanaðkomandi lögfræðistofu, sem kvað á um að afhenda bæri skjalið en afmá tilteknar trúnaðarupplýsingar.

Menn geta að minnsta kosti treyst á tvennt í þessum annars hverfula heimi, að Birgir Ármannsson kemst á þing sama hvar hann er á framboðslista og að hann gerir engar málamiðlanir um hið rétta og sanna. Lögin eru skýr og því hefur Óðinn engar áhyggjur af því að Viðskiptablaðið fái þessi gögn ekki fyrir rest.

***

Hvað gengur fjármálaráðuneytinu til?

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði