Óðinn fjallaði á fimmtudaginn í Viðskiptablaðinu um Lindarhvolsmálið. Þar reyndi hann það sem fæstum hefur tekist nema blaðamönnum Viðskiptablaðsins, að útskýra í stuttu máli um hvað Lindarhvolsmálið snýst um.

Það sem vekur hvað mesta furðu er að vinnu reyndasta ríkisendurskoðanda á Íslandi var einfaldlega hent úr í hafsauga. Hvers vegna? Viðbrögð fjármálaráðherra og núverandi ríkisendurskoðanda við þeirri spurningu standast ekki skoðun.

Hér á eftir er brot úr pistlinum um atriði sem benda til þess að viðvaningar hafi séð um söluferlið á mörg hundruð milljón króna eign ríkisins. Áskrifendur geta lesið pistilinn í heild hér.

Einn bjóðenda hafði betri gögn

Einn bjóðenda í gamla Exista, Klakka, heldur því fram hæsta tilboði hafi ekki verið tekið því hæstbjóðandi hafi ekki staðgreitt hlutinn.

Hann fékk fjögurra mánaða greiðslufrest sem þýðir auðvitað ekkert annað en lægra verð. Tilboðinu var breytt til að bæta þetta upp með þeim hætti að vextir bættust við eftirstöðvar. Óðinn hefur ekki séð nákvæma útreikninga á þessu.

Einnig hefur komið fram að bjóðendur í Klakka höfðu mismiklar upplýsingar um félagið. Þáverandi forstjóri Klakka, Magnús Scheving Thorsteinsson, kom að tveimur tilboðum í félagið. Annars vegar sem forsvarsmaður BLM fjárfestingar ehf. sem fékk hlutinn keyptan, og í tilboðsgjafanum Ásaflot ehf. en auk Magnúsar voru aðrir hluthafar í félaginu Brynja Dögg Stein­sen rekstr­ar­stjóri Klakka og Jón Arn­ar Guðmunds­son­ fjár­mála­stjóri fé­lags­ins.

Það er ótækt þegar ríkið selur hlut sinn í félagi að sumir hafi betri upplýsingar um viðkomandi félag en aðrir.

Reyndar var það svo að engin fjárhagsgögn um Klakka voru afhent í söluferlinu. Þá lá árshlutareikningur Klakka ekki fyrir þó að það hefði átt að birta hann samkvæmt samþykktum Klakka.

Þetta ber þess vott að algjörir viðvaningar hafi staðið að sölunni.

Hvítþvottur ríkisendurskoðanda?

Óðinn er ekki viss um að nokkur maður hafi lesið skýrsluna sem rendi sendi frá sér, tveimur árum eftir að setti rendi sendi sína vinnu á Ríkisendurskoðun og Alþingi. En sparið ykkur ómakið. Í skýrslu renda er ekkert merkilegt að finna.

Þar er reyndar farið yfir tilboðin þrjú sem Steinar Þór Guðgeirsson mat gild og sagt frá því að eitt tilboð hafi borist 37 mínútum of seint. Fjárhæð þess er ekki tilgreind.

Þar ekkert rætt um greiðslufrest, betri upplýsingar forstjóra Klakka sem jafnframt var að baki tveimur tilboðum.

Hvers vegna ekki?

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en Lindarhvol heyrði undir fjármálaráðuneytið.
© Kristinn Magnússon (M Mynd/Kristinn Magnússon)

Fráleitur málflutningur fjármálaráðherra

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ítrekað sagt að það sé bara ein skýrsla í hverju máli. Óðinn veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja. Hvernig getur formaður Sjálfstæðisflokksins ætlast til þess að nokkur maður sætti sig við slíkan málflutning. Það er ekki formið sem skiptir máli heldur efnið. Ef hin endalega skýrsla í málinu er hrákasmíði þá er hún gagnslaus.

Og hvernig útskýrir fjármálaráðherra að vinnu reyndasta ríkisendurskoðanda landsins hafi verið kastað út um glugga Ríkisendurskoðunar og sé nú norður-vestur af Halamiðum.

Ef það koma einhverjar skynsamlegar skýringar á því, að Sigurður Þórðarson sé orðinn elliær, eða hafi sjálfur átt tilboðið sem kom 37 mínutum of seint er Óðinn tilbúinn til að hlusta.

Það mætti halda að við séum stödd í íslensku útgáfunni af Yes Minister.

Pistill Óðins birtist Viðskiptablaðinu sem kom út fimmtudaginn 16. mars 2022. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.