*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Huginn og muninn
19. janúar 2019 11:09

Í sviðsljósinu

Líklega var það rétt mat hjá Sigmundi Davíð og Gunnari Braga að taka ekki þátt í leiksýningunni.

Helga Vala Helgadóttir.
Haraldur Guðjónsson

Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, sem haldinn var vegna klaustursmálsins svokallaða í vikunni, gerði lítið annað en að sýna fram á hversu auðvelt er að breyta vettvangi stjórnmálanna í hringleikahús.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður nefndarinnar, hafði boðað fundinn fyrir jól og hætt við þegar óljóst var hvort þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, myndu sitja fundinn að ósk formannsins. Úr varð að þeir mættu heldur ekki á fundinn í vikunni.

Efni fundarins fól lítið annað í sér en að koma Helgu Völu í sviðsljósið og það tókst um stund þennan dökka janúarmorgun. Fundurinn varði í um klukkutíma en öllum þeim sjónarmiðum sem fram komu á honum hefði mátt koma á framfæri á örfáum mínútum. Hvaða skoðun sem hver kann að hafa á klaustursmálinu þá var það líklega rétt mat hjá Sigmundi Davíð og Gunnari Braga að taka ekki þátt í leiksýningunni.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is