*

föstudagur, 14. maí 2021
Huginn og muninn
1. maí 2021 16:01

Íbúð forsetahjónanna

Leitað var eftir áliti helsta sérfræðings landsins um leigumarkaðinn, Sólveigar Önnu Jónsdóttur.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Eggert Jóhannesson

Stundin fjallaði í vikunni um þá hræðilegu staðreynd að forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og eiginkona hans Eliza Reid, leigi út um 100 fermetra íbúð í Vesturbænum á 265 þúsund krónur á mánuði. Fyrst það er hægt að leigja „sambærilega“ íbúð á 217 þúsund krónur eins og fullyrt er í Stundinni þá hljóta leigjendurnir að sjá mikil verðmæti í því að leigja af sjálfum forsetahjónunum.

Stundin fékk síðan álit helsta sérfræðings landsins um leigumarkaðinn á málinu, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Að sjálfsögðu segir hún að forsetahjónin séu í „tryllingslegu gróðabraski“ og spyr hvort þau séu föst í „forréttindabúblu“. Svona fréttir er hægt að skrifa daglega.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.