*

laugardagur, 25. september 2021
Huginn og muninn
1. ágúst 2021 08:03

Icelandair og ríkisstyrkirnir

Icelandair getur lítið kvartað undan ríkisstuðningnum þó forstjóri félagsins segi það hafa fengið minni stuðning en mörg félög.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Eva Björk Ægisdóttir

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í viðtali við Morgunblaðið í vikunni að flugfélagið væri svo til það eina á mörkuðum þess „af einhverri stærð“ sem ekki hefði notið sértæks stuðnings frá sínu þjóðríki. Icelandair hefði vissulega notið stuðnings sem einn stærsti vinnuveitandi landsins en það hefði verið í formi almennra úrræða og í mun minni mæli en hjá mörgum erlendum keppinautum.

Icelandair getur varla kvartað. Félagið hefur sem dæmi fengið hátt í fjóra milljarða króna í uppsagnarstyrki og milljarður rann til starfsmanna félagsins sem fóru á hlutabótaleiðina. Þá gaf ríkisstjórnin það svo gott sem út í fyrra, þegar Icelandair var í miðri fjárhagslegri endurskipulagningu, að flugfélagið yrði áfram til, sama í hvaða mynd það væri. Blessunarlega hefur félagið ekki þurft á öllum veittum stuðningi að halda.

Það hefur til að mynda ekki dregið á 16 milljarða ríkisábyrgðarlán frá Íslandsbanka og Landsbankanum og ekki reyndi á sex milljarða sölutryggingu sömu banka í hlutafjárútboði flugfélagsins. Sölutryggingin og ríksábyrgðarlánið ýttu þó án vafa undir þátttöku í útboðinu, sem var að lokum vonum framar.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.