*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Huginn og muninn
4. maí 2019 10:02

Isavia og þotan

Deila Isavia og ALC vegna þotunnar á Keflavíkurflugvelli hefur vakið mikla athygli.

Haraldur Guðjónsson

Hrafnarnir, í nokkurri forundran, hafa fylgst með aðgerðum opinbera fyrirtækisins Isavia gegn bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation (ALC).

Eins og margir vita þá kyrrsetti Isavia eina af þotum ALC eftir að Wow air, félag Skúla Mogensen, varð gjaldþrota. Isavia, sem styðst við umdeilda túlkun á 136. grein loftferðalaga, heldur flugvélinni vegna ógreiddrar skuldar Wow air upp á tvo milljarða króna. Þetta er svona svipað og hrafnarnir færu í frí til Miami og leigðu sér bíl til að fara niður á strönd. Þar ættu þeir bókað hótel en þegar þeir tékka sig út kemur í ljós að þeir hafa notað minibarinn ótæpilega og skulda stórfé. Þeir geta ekki borgað og semja þess vegna við hótelstjórann um að taka bara bílaleigubílinn upp í skuldina þegar þeir verða gjaldþrota.

Þetta er auðvitað mjög hentug ráðstöfun fyrir hrafnana en aðrir kröfuhafar í bú þeirra eru kannski ekkert mjög sáttir með hana.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.