Í Viðskiptablaði morgundagsins, en áskrifendur geta lesið pistilinn hér, fjallar Óðinn um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár.

Þegar frumvarpið var kynnt sagði fjármálaráðherra á kynningarfundi að gert væri ráð fyrir 79 milljarða króna útgjaldaaukningu í frumvarpinu frá fjárlagafrumvarpi 2022.

Þetta var ónákvæm lýsing hjá ráðherranum í fjárlögum 2022 voru einskiptis útgjöld vegna Covid-19 50 milljarðar króna. Því var útgjaldaaukningin í raun 129 milljarðar króna.

En ríkisstjórnin hefur ákveðið að eyða peningum annarra eins og enginn sé morgundagurinn. Fyrir aðra umræðu fjárlaga í þinginu komu fram hækkanir frá ríkisstjórninni sem nema 51 milljarði króna. Því er útgjaldaaukningin á milli ára 180 milljarðar króna.

Hallinn átti að nema 79 milljörðum króna þegar frumvarpið var kynnt en núna er gert ráð fyrir 116 milljarða halla. Hins vegar er líklegt að fjárlagahallinn aukist enn. Forsætisráðherra hefur sagt að ríkissjóður muni koma að gerð kjarasamninga. Það gæti hækkað útgjöldin enn meira.

Óðinn skoðaði fjárlögin 30 ár aftur í tímann. Staðreyndin er sú að ríkisútgjöld hafa aldrei hækkað eins mikið milli ára.

Óðinn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan pistil má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun, á fullveldisdeginum 1. desember 2022.