*

laugardagur, 5. desember 2020
Huginn og muninn
4. september 2020 18:36

Íslenska djúpríkið afhjúpað

Morgunfúlir fagna ekki sigri golfara á eina málinu sem hefði getað staðið eftir erindaleysi Bjartrar framtíðar á þing.

Björn Leifsson stofnandi World Class afhjúpaði annan hluta íslenska djúpríkisins en nú er að koma í ljós.
Haraldur Guðjónsson

Hrafnarnir eru morgunfúlir með afbrigðum og voru því fullir tilhlökkunar um að eina erindi Bjartrar framtíðar á þing næði nú fram að ganga eftir hefðbundið moð í gegnum stjórnkerfið, þó í allt annarri ríkisstjórn væri.

Nú hefur hið raunverulega íslenska djúpríki loksins afhjúpast því klukkunni verður ekki breytt eftir allt saman, en golfsamfélagið barðist hvað harðast gegn breytingunni.

Björn Leifsson, kenndur við World Class, afhjúpaði pólitísk völd sundsamfélagsins í vor, sem fékk fram opnun sundlauga á undan líkamsræktarstöðvum, áhrifalitlum ræktarunnendum til mikils ama.

Nú er ljóst að raunverulegu völdin í samfélaginu eru ekki bara í heita pottinum heldur líka úti á golfvöllum landsins.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.