*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Huginn og muninn
20. nóvember 2021 08:55

Íslenska skilyrði

Hvers vegna í ósköpunum var það sett sem skilyrði að nýr forstjóri Landspítalans hefði mjög gott vald á íslensku?

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri Landspítalans.
Eggert Jóhannesson

Páll Matthíasson tilkynnti skyndilega í byrjun október að hann hygðist hætta sem forstjóri Landspítalans frá og með 11. þess mánaðar. Í kjölfarið, eða þann 15. október, auglýsti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra starfið laust til umsóknar.

Upphaflega var umsóknarfresturinn einungis tvær vikur, sem eðlilega var gagnrýnt enda gríðarlega mikilvægt starf að stýra stærsta vinnustað landsins og flaggskipi íslenskrar heilbrigðisþjónustu, sem reyndar míglekur. Var fresturinn þá framlengdur til 8. nóvember. Eins og kunngjört var í síðustu viku þá sóttu fjórtán um stöðuna, 13 Íslendingar og einn svissneskur læknir sem búsettur hefur verið hér á landi í 16 ár.

Með fullri virðingu fyrir umsækjendum þá hefðu hrafnarnir viljað sjá fleiri umsóknir og ekki síst frá erlendum sérfræðingum í rekstri sjúkrahúsa enda ekki ólíklegt að með slíkum aðila myndu ferskir vindar blása um sjúkrahúsið. En það er augljós ástæða fyrir því að enginn fyrir utan skerið sótti um því ein af hæfniskröfunum í auglýsingunni var að viðkomandi hefði „mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði“. Hvers vegna í ósköpunum er það skilyrði að kunna fullkomna íslensku á starfsvettvangi þar sem nánast allir tala ensku?

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.