*

þriðjudagur, 2. júní 2020
Huginn og muninn
29. mars 2020 10:01

Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Allt er gott í hófi og nú kannski ekki rétti tíminn fyrir Seðlabankann til að reyna að vinna íslensku bjartsýnisverðlaunin.

Gígja Einars

Seðlabanki Íslands kynnti sviðsmyndir um áhrif kórónuveirunnar á íslenskt hagkerfi. Í kynningu Þórarins G. Péturssonar, framkvæmdastjóra á sviði hagfræði og peningastefnu, kom fram að svartsýnasta sviðsmyndin gerði ráð fyrir allt að 4,8% samdrætti í landsframleiðslu.

Sú niðurstaða hefur vakið athygli enda er til að mynda aðeins gert ráð fyrir 1% samdrætti í einkaneyslu. Þá hefur fjármálaráðherrann Bjarni Benediktsson sagt að mögulega verði samdráttur á bilinu 6-7%.

Hrafnarnir eru sammála því að í ástandi sem þessu sé góðra gjalda vert að líta á björtu hliðarnar. Allt er hins vegar gott í hófi og nú kannski ekki rétti tíminn fyrir bankann til að reyna að vinna íslensku bjartsýnisverðlaunin.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.