*

föstudagur, 10. apríl 2020
Huginn og muninn
28. janúar 2017 11:09

Jafnlaunavottun nýrrar ríkisstjórnar

Þorsteinn Víglundsson mun innleiða nýja jafnlaunavottun í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar.

Haraldur Guðjónsson

Eitt fyrsta verkefni Viðreisnar, hins frjálslynda stjórnmálaflokks, er að binda í lög svokallaða jafnlaunavottun á öll fyrirtæki í landinu sem eru með yfir 25 starfsmenn, með tilheyrandi umsvifum og síðar meiri eftirlitshlutverki ríkisins. Það fellur í verkahring Þorsteins Víglundssonar, ráðherra jafnréttismála, að keyra ríkisumsvifin í gang.

Þorsteinn var sem kunnugt er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) áður en hann fór á þing, en þar á bæ er lítil ánægja með slík inngrip ríkisins í rekstur fyrirtækja. Fyrir utan aukin ríkisafskipti er ljóst að lögfesting vottunarinnar verður fyrirtækjum í landinu íþyngjandi.

Síðan má allt eins gera ráð fyrir því að enn verði bætt í afskipti ríkisins þegar fram í sækir og ljóst verður að árangurinn er illmælanlegur. Nú er hins vegar spurning hvort Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, muni gera slíkt hið sama. Viðskiptaráð hefur frá upphafi talað fyrir auknu frelsi og minnkandi ríkisafskiptum af atvinnulífinu. Það hlýtur að gilda áfram.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.