*

sunnudagur, 23. janúar 2022
Huginn og muninn
10. febrúar 2019 10:02

Jakkar á stólbökum

Síðan áætlun um afnám hafta var kynnt hefur kostnaður við gjaldeyriseftirlitið numið 1.150 milljónum króna.

Haraldur Guðjónsson

Áætlun um afnám hafta var kynnt 8. júní 2015. Síðan þá hefur gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blásið út. Þetta má lesa út úr svari forsætisráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins.

Á árinu 2015 störfuðu 20 manns hjá gjaldeyriseftirlitinu og nam heildarkostnaður (laun, sérfræðikostnaður, lögræði- og málskostnaður) við eftirlitið 271 milljón króna. Árið 2016 voru starfsmennirnir 21 og kostnaðurinn 286 milljónir. Árið 2017 voru starfsmennirnir orðnir 24 og kostnaðurinn 332 milljónir og árið 2018 voru starfsmennirnir 21 og kostnaðurinn 259 milljónir. Í dag eru 15 starfsmenn hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. Á fjórum árum hefur kostnaður við gjaldeyriseftirlitið numið tæpum 1.150 milljónum króna. Á sama tíma hafa stjórnvaldssektir numið 52 milljónum. Sú upphæð var reyndar hærri eða 166 milljónir en í þremur málanna þurfti að fella sektina síðar niður og því var nettóútkoman 52 milljónir.

Hrafnarnir velta því eðlilega fyrir sér hvað allt þetta fólk sé að gera þarna? Það eru væntanlega margir jakkar á stólbökum í gjaldeyriseftirlitinu.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.