*

mánudagur, 17. júní 2019
Huginn og muninn
17. mars 2019 10:00

Jón og séra Jón

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis ekki til búinn að fella dóma í Samherjamálinu.

Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Haraldur Guðjónsson

 

Viðbrögð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar og formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þóttu nokkuð yfirveguð eftir opinn fund nefndarinnar í síðustu viku með Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis, þar sem fjallað var um Samherjamálið.

Óhætt er að segja að umboðsmaður hafi varpað hverri sprengjunni á fætur annarri í gagnrýni sinni á stjórnsýslu Seðlabankans í málinu. Áður höfðu sérstakur saksóknari, ríkissaksóknari og loks dómstólar snúið Seðlabankann niður í málinu.

Helga Vala tók þó fram að hún væri ekki tilbúin að fella neina dóma og sagði að þetta þyrfti „klárlega“ að taka til frekari skoðunar. Helga Vala hefur fram til þessa verið ófeimin við að fella dóma, krefjast afsagnar aðila, rannsókna og svo framvegis. Eftir tilhæfulausa aðför embættismanna gegn sjávarútvegsfyrirtæki sá hún hins vegar ástæðu til að hulstra byssurnar

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is