*

laugardagur, 19. september 2020
Huginn og muninn
22. maí 2020 08:18

Kastljósið á Grétu Maríu

Mun framkvæmdastjóri Krónunnar taka við Bónus eða kannski Origo.

Gréta María Grétarsdóttir.
Gígja Einars

Um mánaðamótin síðustu gerðust þau tíðindi að Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, stigu til hliðar. Einungis viku síðar hætti Finnur Oddsson sem forstjóri Origo til að taka við forstjórastöðunni hjá Högum.

Í síðustu viku tilkynnti Festi að Gréta María Grétarsdóttir hefði óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Krónunnar. Það kom nokkuð á óvart, þar sem Krónan hefur verið á mikilli siglingu undir hennar stjórn. Töldu margir að Gréta María hefði sagt upp til að taka við Bónus en Hrafnarnir telja sig vita að það hafi ekki verið ástæða þess að hún hætti. Hvort hún síðan tekur við Bónus á næstunni er alls ekki ólíklegt — kastljósið er á Grétu Maríu. Þá má geta þess að hún er verkfræðimenntuð og með bakgrunn í upplýsingatækni þannig að lausi stóllinn hjá Origo gæti líka komið til greina.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.