*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Huginn og muninn
11. maí 2019 10:00

King hrósar Íslandi

Ummæli Mervyn King, fyrrum bankastjóra Englandsbanka, rugluðu okiophobíska Íslendinga í ríminu.

Mervyn King, fyrrum bankastjóri Englandsbanka, talaði fyrir fullum Hátíðarsal í Háskóla Íslands í vikunni.
Haraldur Guðjónsson

Oft og tíðum verða Hrafnarnir varir við Oikophobíu á háu stigi í þjóðmálaumræðunni hér á landi. Oikophobía er sérstök fælni sem lýsir sér annars vegar í andúð á hverju því sem tengist eigin menningu og sérstöðu og hins vegar mikilli lotningu fyrir öðrum menningarheimum. 

Hætt er við að erindi Mervyns King, fyrrverandi bankastjóra Englandsbanka, á fundi í Háskóla Íslands á þriðjudag, hafi ruglað þá í ríminu sem þjást af oikophobíu. King mærði hagstjórn á Íslandi og sagði heiminn geta lært ýmislegt af viðbrögðum Íslendinga við efnahagshruninu árið 2008. Það var nefnilega það. Enginn er spámaður í eigin föðurlandi og upphefð kemur að utan og allt það, en á dauða sínum áttu Hrafnarnir von á en ekki þessu.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.