*

sunnudagur, 7. mars 2021
Huginn og muninn
19. febrúar 2014 09:16

Kínverskir kálbændur þurfa ekki að keppa við Íslendinga

Tollar á kartöflur og blómkál munu standa óhreyfðir í fríverslunarsamningi á milli Íslands og Kína.

Gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Íslands og Kína, sem felur m.a. í sér að tollar á ákveðnum vörum annaðhvort lækka töluvert eða eru felldir niður að öllu leyti. Þessu ber að fagna eins og öllu öðru sem minnkar hindranir í viðskiptum manna í millum.

Athyglisvert er að sjá líka hvaða vöruflokkar eru undanþegnir þessu frelsi öllu. Tollar á kartöflur og blómkál munu til dæmis standa óhreyfðir þegar samningurinn tekur gildi.

Kínverskir kartöflu og kálbændur geta varpað öndinni léttar í þeirri vissu að þeir munu ekki þurfa að kljást við samkeppni frá Íslandi. Íslensku bændurnir geta gert slíkt hið sama.

Huginn & Muninn birtist í Viðskiptablaðinu 13. febrúar 2014.

Stikkorð: Huginn & Muninn
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.