*

laugardagur, 26. september 2020
Huginn og muninn
19. september 2011 20:59

Klasi nýja málið hjá Samtökum Iðnaðarins

Klasi kemur 28 sinnum fyrir í átta síðna riti. Klasi nýja tískuorðið.

Birgir Ísl. Gunnarsson

Af og til koma upp tískuorð sem varla heyrðust í umræðunni um viðskipti og efnahagsmál. Allir muna eftir orðinu „skuldatryggingarálag“ sem skaust upp á stjörnuhimin umræðunnar á örskotsstundu svo jafnvel leikskólabörn þóttust vita hvað orðið þýddi. Allt fer þetta eftir tíðarandanum.

Nú virðist annað orð, þó sakleysislegra og meira uppbyggilegt, vera að skjóta upp kollinum. Í ágústriti Samtaka iðnaðarins er fjallað um íslenskan iðnað í víðu samhengi. Nema hvað að orðið „klasi“ er þar mjög fyrirferðarmikið. Kemur það fram 28 sinnum í ritinu sem telur átta síður. Menntaklasi, klasasamstarf, klasanálgun og klasaaðilar eru dæmi um samhengi þar sem orðið kemur fyrir. Klasi virðist því vera nýja málið hjá Samtökum iðnaðarins.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.