*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Huginn og muninn
31. október 2019 14:05

Klóra sér í kollinum yfir Icelandair

Hrafnarnir eru ekki einir um að eiga erfitt með að átta sig á í hverju rekstarbati Icelandair sé fólginn.

Haraldur Guðjónsson

Hrafnarnir hafa klórað sér í kollinum eftir að hafa séð fyrstu jákvæðu afkomuviðvörun Icelandair í langan tíma. Hafa þeir átt í vandræðum með að átta sig á í hverju rekstarbatinn er fólginn. Vissulega væri það varnarsigur fyrir Icelandair ef afkoma þriðja ársfjórðungs verður á pari við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir MAX vandræðin og að sá fjórði verði betri en í fyrra. Hins vegar átta þeir sig ekki á því hvort það komi einfaldlega til af kostnaðartilfærslu vegna MAX vélanna eða hvort grunnreksturinn hafi raunverulega batnað.

Hrafnarnir voru ekki einir um þessi vandræði heldur sagði Sveinn Þórarinsson, hjá Landsbankanum, að næsta ómögulegt væri að draga ályktanir um grunnrekstur félagsins út frá þessum tilkynningum. Hrafnarnir bíða því spenntir eftir uppgjöri Icelandair seinna í dag enda er iðulega mikið fjör í kring um tilkynningar félagsins.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.