*

þriðjudagur, 29. september 2020
Huginn og muninn
4. júlí 2020 11:05

Kona í Krónuna?

Festi á enn á eftir að ráða nýjan framkvæmdastjóra Krónunnar.

Þórður Már Jóhannesson er stjórnarformaður Festi.

Nú er einn og hálfur mánuður liðinn síðan Gréta María Grétarsdóttir óskaði eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Krónunnar. Þann 8. júní var auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra en lítið hefur frést af málinu. Hrafnarnir hafa þó heyrt að innan Festi, eiganda Krónunnar, séu starfsmenn sem hafi falast eftir þessu starfi. Hvort einhver þeirra verður fyrir valinu er erfitt að segja en miðað við orðið á götunni er ekki ólíklegt að forsvarsmenn Festi vilji nýtt blóð.

Hrafnarnir heyra líka að erfitt verði fyrir stjórnendurna að velja karlmann í starfið því eins og staðan er nú þá er framkvæmdastjórn félagsins einungis skipuð karlmönnum og þá tók Þórður Már Jóhannesson nýlega við stjórnarformennsku af Margréti Guðmundsdóttur.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.