*

mánudagur, 13. júlí 2020
Huginn og muninn
17. mars 2012 07:21

Konurnar sem buðu sig fram en hurfu svo

Árið 2003 buðust sjö kvenkyns starfsmenn HR til að setjast í stjórnir fyrirtækja. Þær eru nú allar horfnar af sjónvarsviðinu

Halla Tómasdóttir.Félag kvenna í atvinnurekstri birti auk annarra nýlega auglýsingu þar sem lesa mátti nöfn 192 kvenna sem tilbúnar eru að sitja í stjórnum fyrirtækja. 

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem konur reyna að vekja athygli fyrirtækja og fjármagnseigenda á því að þær eru til. Árið 2003 sendu sjö kvenkyns starfsmenn Háskólans í Reykjavík frá sér slíka tilkynningu. 

Athygli vekur að nú, níu árum seinna, er engin þessara sjö á hinum nýja lista FKA. Halla Tómasdóttir stofnaði í millitíðinni fjármálafyrirtækið Auði Capital, en hefur nú hætt þar störfum. Guðfinna Bjarnadóttir hætti sem rektor HR árið 2007 og fór á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn en er hætt þar. Þórdís Sigurðardóttir hætti hjá HR og fór að vinna hjá Baugi árið 2005 og sat auk þess í stjórnum fjölda fyrirtækja, en minna hefur farið fyrir henni upp á síðkastið. 

Konurnar sjö komu því ár sinni vel fyrir borð eftir yfirlýsinguna 2003, en furðuleg er sú tilviljun hve margar þeirra eru nú horfnar af sjónarsviðinu. 

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.