*

miðvikudagur, 27. október 2021
Huginn og muninn
24. september 2021 07:29

Kosið aftur í byrjun næsta árs?

Miðað við kannanir kann að verða frekar erfitt að mynda starfhæfa ríkisstjórn að loknum kosningum.

Haraldur Guðjónsson

Verði niðurstöður kosninganna um helgina í takt við skoðanakannanir gæti það farið svo að metfjöldi flokka þurfi að troða sér í þinghúsið sem nú þegar skortir þingflokksherbergi.

Auðvelt er að ímynda sér, þegar búið er að deila sætunum 63 eftir reglu D‘Hondt, erfitt geti reynst að mynda starfhæfan þingmeirihluta. Sér í lagi þegar horft er til þess að hluti frambjóðenda haga sér minna eins og stjórnmálamenn og sverja sig frekar í ætt við kindina, úlfinn og heypokann sem ferja þurfti yfir ána í gátunni frægu.

Lítið hefur verið um flugelda í kosningabaráttunni hingað til, mun minna en tilefni hefur verið til, og kjósendur og frambjóðendur virkað hálfáhugalausir.

Hrafnarnir kvíða því ef tölurnar úr kjörkössunum þýða stjórnarkreppu og að kjósa þurfi á nýjan leik áður en langt um líður.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.