*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Huginn og muninn
6. nóvember 2016 10:09

Kosningaklúður Samfylkingarinnar

Sjaldan, ef nokkurn tímann, hefur einum flokki tekist að klúðra málum sínum jafn harkalega og Samfylkingunni.

Haraldur Guðjónsson

Alþingiskosningarnar um helgina skiluðu mörgum áhugaverðum niðurstöðum, en sú stærsta og sögulega merkilegasta er afhroðið sem Samfylkingin beið í kosningunum.

Eftir kosningarnar 2009, fyrir aðeins sjö árum, var flokkurinn stærsti flokkur landsins, en í dag hefur hann aðeins þrjá þingmenn. Allir reyndustu og þekktustu þingmenn flokksins misstu sæti sín, að formanninum fyrrverandi Oddnýju Harðardóttur undanskilinni, og því ekki að undra að hún skyldi segja af sér í kjölfar kosninganna.

Þegar þetta er skrifað er búið að segja upp öllum starfsmönnum flokksins og formaðurinn er þingmaður Norðausturkjördæmis, Logi Már Einarsson, sem afar fáir utan flokksins sjálfs þekkja. Sjaldan, ef nokkurn tímann, hefur einum flokki tekist að klúðra málum sínum jafn harkalega og á jafn skömmum tíma og Samfylkingunni.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is