*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Huginn og muninn
5. júlí 2020 10:02

Kosningar ársins

Forsetakosningarnar voru bara upphitun fyrir formannskosningar í SÁÁ.

SÁÁ rekur meðal annars Vog í Reykjavík.
Eggert Jóhannesson

Forsetakosningarnar um síðustu helgi voru heldur tíðindalitlar enda var Guðni Th. Jóhannesson endurkjörinn með ríflega 92% atkvæða. Hrafnarnir áttuðu sig fljótlega á því að forsetakosningarnar voru bara upphitun fyrir formannskosningarnar í SÁÁ. Kosningabaráttan fyrir forsetakjörið var barnaleikur í samanburði við SÁÁ-kosningarnar, þar sem hatrammar deilur á milli fylkinga Einars Hermannssonar og Þórarins Tyrfingssonar stigmögnuðust dag frá degi.

Á endanum hafði Einar Hermannsson betur en hans helstu kosningamál voru að lægja öldur milli framkvæmdastjórnar og meðferðarsviðs og segja skilið við spilakassana sem SÁÁ hefur haft tekjur af. Það vakti athygli hrafnanna í gærmorgun þegar Einar var spurður að því í viðtali á Bylgjunni hversu margir færu í meðferð hjá SÁÁ vegna spilafíknar. Því sagðist Einar ekki geta svarað og benti á meðferðarsviðið. Hrafnarnir hefðu nú haldið að nýi formaðurinn væri með þessar upplýsingar á hreinu, svona í ljósi þess að þetta var eitt hans helsta kosningamál. Hvað um það. Miðað við athyglina, sem fjölmiðlar sýndu kosningunum, mætti halda að þar hefðu menn verið að bítast um eitt valdamesta embætti þjóðarinnar.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.