*

mánudagur, 20. janúar 2020
Óðinn
21. mars 2011 13:33

Krafan um aukið eigið fé eykur óhagræði í bankakerfinu

Nýjar kröfur um eigið fé og laust fé fela í sér verulegan viðbótarkostnað í bankakerfinu sem endurspeglast í auknum vaxtamun.

Nýjar kröfur um eigið fé og laust fé fela í sér verulegan viðbótarkostnað í bankakerfinu. Kostnaðurinn er falinn með niðurgreiðslu á fjármagni bankanna sem þyrfti annarsi að mæta með aukinni hagkvæmni. Bankarnir eru að auki verndaðir fyrir samkeppni með gjaldeyrishöftum og nýjum aðilum á markaðnum er gert erfiðara fyrir með því að ríkið leggur fé í gjaldþrota stofnanir og niðurgreiðir þannig samkeppni. Að lokum eru það neytendur sem borga reikninginn með hærra verði fyrir óhagkvæma fjármálaþjónustu þar sem þeir eru fastir í viðskiptum við illa reknar stofnanir.

Kostnaður af kröfu FME

Til að átta okkur á áhrifum alltof stórs fjármálakerfis á almenning í landinu skulum við ímynda okkur banka. Þessi banki tekur við innlánum og veitir útlán. Af þessari starfsemi fær hann vaxtamun til að standa straum af kostnaði og skila arði. Í þessu ímyndaða dæmi eru engar þjónustutekjur, þær eru hluti af vaxtamuninum.

Við gefum okkur að til langs tíma fái fjárfestar þá ávöxtunarkröfu sem gerð er til rekstrarins og í þessu tilfelli sé það 5% yfir áhættulausa vexti sem eru 7%. Gefum okkur að bankinn sé í upphafi rekinn með 10% eiginfjárhlutfall og 50% kostnaðarhlutfalli. Það hefur líkast til verið dæmigerður rekstur á banka á Íslandi fyrir hrun. Stuðst er við að lausafjárkvöð bankans sé 20% af innlánum, en FME leggur nú þá kvöð á banka að geta mætt úttekt 20% innlána. Við gefum okkur jafnframt að bankinn geti ávaxtað laust fé á 2% betur en innlánsvextir.

Ef bankinn verðleggur þjónustu sína, vaxtamuninn, út frá ávöxtunarkröfu sinni, eru það þrír meginþættir sem hafa áhrif á vaxtamuninn. Eiginfjárhlutfallið, lausafjárhlutfallið og kostnaður. FME lagði áður þá kvöð á banka að vera með 8% eiginfjárhlutfall en nú hefur það verið hækkað í 16%. (Í þessu dæmi er litið framhjá CAD reglum, enda breyta þær ekki inntaki dæmisins). Það þýðir að efnahagsreikningur banka er nú helmingi minni en áður miðað við hámarks gírun. Með öðrum orðum, það eru færri lán að vinna fyrir hverja krónu eiginfjár en áður.

Vaxtamunur eykst

Ef við skoðum dæmið af ímyndaða bankanum og gefum okkur að hann sé með 8% eiginfjárhlutfall og kostnaður hans sé 15 krónur og aukum svo eiginfjárhlutfallið í 16% en höldum kostnaði óbreyttum, þá þarf munur innláns- og útlánsvaxta að hækka úr 2,1% í 4,6% til að bankinn haldi sömu arðsemi.

 

Þetta kemur fram í pistli Óðins sem lesa má í heild hér.

Stikkorð: FME Óðinn
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.