Fjárfestingafélagið Skel með Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann í broddi fylkingar varð í vikunni fjórði stærsti hluthafi VÍS með 7,3%.

Tilkynning um kaupin vakti meiri fögnuð meðal fjárfesta en hjá virkum í athugasemdum og fulltrúum þeirra á Alþingi enda hækkaði gengi VÍS á markaði í kjölfarið.

Hrafnarnir velta fyrir sér hvað forráðamönnum Skel gangi til með kaupunum. Sameiningar fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga hafa verið í tísku að undanförnu eins og sjá má af samruna TM og Kviku banka.

Enn fremur er Vörður dótturfélag Arion. Eftir standa og VÍS og Sjóvá og velta einhverjir fyrir sér hvort annað hvort fyrirtækið muni á endanum eiga fyrir tilstilli utanaðkomandi fjárfesta eiga í nánara samstarfi við Íslandsbanka þegar fram í sækir.

Eða þá að nýir stjórnendur Skeljar vilji byggja upp félag í sömu mynd og þeir hafa áður gert með Kviku og TM?

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .