*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Huginn og muninn
1. mars 2020 08:02

Kyrrsetning 737-MAX lán í óláni?

Hrafnarnir velta fyrir sér hvort COVID-19 verði til þess að kyrrsetning Boeing 737-MAX véla Icelandair sé eftir allt saman lán í óláni.

Ein af Boeing 737-MAX vélum Icelandair.
Haraldur Guðjónsson

Lággjaldaflugfélagið Play Air, sem nú vinnur hörðum höndum að því að komast á flug, hugsar COVID-19 veirunni eflaust þegjandi þörfina. Ljóst er að félagið þarf brátt að fara að hefja miðasölu til að ná ásættanlegri nýtingu yfir sumartímann. Það hefur þó sjaldan verið verra að hefja flugmiðasölu en einmitt á sama augnabliki og alheimsfaraldur skekur heimsbyggðina.

Sífelldar tafir hafa orðið á því að félagið hefji loks starfsemi og velta hrafnarnir fyrir sér hvort veiran gæti orðið síðasti naglinn í kistu Play.

Forsvarsmenn Icelandair hljóta sömuleiðis að prísa sig sæla að hafa fallið frá fyrirhuguðum kaupum á Wow air, nú þegar fækkun flugferða á alþjóðavísu blasir við. Ef af kaupunum hefði orðið sæti félagið ekki einungis uppi með himinháar skuldir, heldur einnig fjólubláar þotur sem erfitt væri að fylla.

Loks velta hrafnarnir fyrir sér hvort kyrrsetning Boeing 737-MAX vélanna sé eftir allt saman lán í óláni?

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: Icelandair Play COVID-19
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.