*

þriðjudagur, 21. september 2021
Huginn og muninn
12. mars 2021 17:19

Læk-leikur verkalýðsforingjans

Þeir sem eru eldri en tvæ-vetra vita að hin hálfkveðna vísa Ragnars Þórs var í sjálfu sér taktík í kosningabaráttu VR.

Haraldur Guðjónsson

Ragnar Þór Ingólfsson situr á upplýsingum um meint saknæmt athæfi einstaklings tengdum Sjálfstæðisflokknum, en að eigin sögn hefur Ragnar ekki viljað birta þær vegna þess að hann vildi ekki láta málið „þvælast fyrir kosningum í VR" og að hann hafði hugsað sér að koma því til skattrannsóknarstjóra eða héraðssaksóknara.

Hann ákvað heldur að reka málið fyrir dómstóli götunnar og efndi til nýstárlegs læk-leiks í athugasemdum við færslu Brynjars Níelssonar á Facebook.

Þannig þurftu netverjar að gefa færslu frumkvöðulsins 100 læk og tækist það ætlaði verkalýðsforinginn að birta téðar upplýsingar, en þrátt fyrir að tilskildum lækfjölda sé löngu náð, bólar enn ekkert á upplýsingunum.

Hrafnarnir vænta þess að biðin verði skrifuð á „drengskap" í kosningabaráttunni, en þeir sem eru eldri en tvæ-vetra vita að hin hálfkveðna vísa kórdrengsins er taktísk í sjálfu sér.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.