*

föstudagur, 4. desember 2020
Huginn og muninn
19. október 2019 10:02

Lágflug yfir Hrólfsskálavör

Líst vel á 630 fermetra einbýlishús Skúla úti á Seltjarnarnesi en gera athugasemd við eitt atriði.

Skúli Mogensen, fyrrum eigandi Wow air.
Haraldur Guðjónsson

Sú frétt sem vakti hvað mesta athygli þjóðarinnar í vikunni var frétt um að Skúli Mogensen hefði nú ákveðið að selja 630 fermetra einbýlishúsið sitt á Nesinu.

Urðu ýmsir, lesist fasteignasalar, undrandi á því að Skúli skyldi fara þá óhefðbundnu leið að setja á laggirnar sérstaka sölusíðu fyrir húsið í stað þess að skrá það hjá íslenskri fasteignasölu. Kom þetta hröfnunum reyndar ekkert á óvart því Skúli hefur aldrei farið hefðbundnar leiðir.

Eftir að þessi frétt birtist tóku hrafnarnir lágflug um Hrólfsskálavörina til að skoða slotið. Leist þeim afar vel á svefnherbergin þrjú, heitu pottana tvo, svalirnar tvær, líkamsræktarherbergið og bíósalinn. Hrafnarnir hafa samt ákveðið að gera ekki tilboð því þeir eru að leita að húsi með sex baðherbergjum en ekki einungis fimm.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.