*

föstudagur, 24. september 2021
Huginn og muninn
24. júlí 2021 11:04

Landsvirkjun að losna úr snúinni stöðu

Það virðist hafa leyst mun betur úr málum hjá Landsvirkjun en leit út fyrir í upphafi faraldursins.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Haraldur Guðjónsson

Fyrir ári eða svo voru horfurnar heldur dökkar hjá Landsvirkjun. Heimskreppa var skollin á og álverð var í sögulegum lægðum. Ríkisfyrirtækið var með hótun Rio Tinto um að loka álverinu í Straumsvík hangandi yfir sér og gaf tímabundinn afslátt af raforkuverðinu. 

PCC lokaði kísilveri sínu á Bakka við Húsavík síðasta sumar og bar við lágu kísilverði. Norðurál sagðist einungis tilbúið í 14 milljarða framkvæmd á Grundartanga ef það næði saman við Landsvirkjun um raforkuverð, sem Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði vera undir kostnaðarverði.

Síðan þá hafa horfurnar snúist til mun betri vegar fyrir Landsvirkjun. Fyrirtækið náði saman við Rio Tinto í febrúar og nú í vikunni við Norðurál, sem ætlar að ráðast í boðaða milljarðaframkvæmd.

PCC endurræsti kísilverið í vor og nýverið var skrifað undir nýja raforkusamninga við Verne Global og atNorth, sem reka gagnaver hér á landi. Án vafa skiptir þar mestu máli að álog kísilverð hefur hækkað langt umfram væntingar og ekki verið hærra um árabil.

Þó að útlitið hafi batnað þarf að hafa í huga að Landsvirkjun og stóriðjan hafa ekki gefið upp verðið í samningunum. Ólíklegt er að bjartsýnustu spár Landsvirkjunar um duglega hækkun raforkuverðs hafi ræst í nýgerðum samningunum. Sennilegra er að verðið þokist mun hægar upp á við.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.