*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Huginn og muninn
17. október 2020 10:02

Laxinn og lífeyrissjóðir

Blekið var vart þornað af hástemmdri yfirlýsingu þegar greint var frá því að Gildi hygðist fjárfesta í sjókvíaeldi.

Laxeldi í Arnarfirði.
Jens Einarsson

„Við undirrituð teljum að sjálfbær þróun sé meðal undirstöðuatriða við fjárveitingar, fjárfestingar og útlánastarfsemi. Sjálfbær þróun byggist á jafnvægi umhverfis, samfélags og efnahags og með markvissum aðgerðum er hægt að nýta fjárveitingar, fjárfestingar og útlánastarfsemi til að viðhalda sjálfbærri þróun,“ segir í viljayfirlýsingu sem lífeyrissjóðir landsins undirrituðu fyrir nokkrum dögum.

Blekið var vart þornað þegar greint var frá því að Gildi, einn af þessum lífeyrissjóðum, hugðist fjárfesta fyrir 2,9 til 3,3 milljarða króna í hlutafjárútboði Icelandic Salmon AS en það félag hét áður Arnarlax. Fáar atvinnugreinar hafa verið gagnrýndar jafnharkalega hér á landi út frá umhverfissjónarmiðum og einmitt sjókvíaeldi á norskum laxaseiðum. Þá er spurning hvernig forsvarsmenn Gildis réttlæta þessa fjárfestingu út frá þessari hástemmdu yfirlýsingu. Hrafnarnir myndu gjarnan vilja vita það.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.