Almennar samkomutakmarkanir verða 10 manns, heimild til aukins fjölda fólks á viðburðum með hraðprófum fellur brott, hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað.

Svo hljóðaði tilkynning frá heilbrigðisráðherra þann 14. janúar á árinu sem er að líða. Byggði ákvörðunin á spálíkani Landspítala sem gerði ráð fyrir að gjörgæslusjúklingar yrðu líklegast orðnir 20 talsins fyrir 20. janúar, en svartsýnni spá gerði ráð fyrir 27 og bjartsýnni spá 12. Þetta kemur fram í pistli Týs, sem birtist í tímaritinu Áramótum og áskrifendur geta lesið hér í heild sinni.

Þegar spálíkanið var unnið í blábyrjun janúar voru 8 á gjörgæslu og þegar ákvörðun heilbrigðisráðherra var kynnt nærri tveimur vikum síðar voru þeir enn 8, þrátt fyrir mikla aukningu í fjölda smita vikurnar á undan. Það eitt og sér hefði átt að vera ráðamönnum ágætis vísbending um gæði spálíkansins sem ákvörðun þeirra byggði á.

Pistilinn birtist í heild í tímaritinu Áramótum, sem kom út fimmtudaginn 29. desember. Áskrifendur geta lesið pistilinn í heild hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði