Það veittu ekki aðrir fjölmiðlar en þetta blað, Innherji og Viðskiptamogginn því sérstaka athygli að markaðir verðmeta nú Íslandsbanka með sama hætti og gert var þegar hið margumtalaða útboð fór fram á dögunum. Gengi bréfa bankans er nú hið sama og það var í útboðinu og samkvæmt því stendur nú öllum til boða að kaupa bréf í bankanum á sama verði og þar með notið þess „afsláttar sem hinir sérvöldu fagfjárfestar nutu“ svo vitnað sé til orðræðu síðustu vikna.

Eigi að síður er full ástæða fyrir þá fjölmiðla sem hafa ekki sýnt þessari þróun áhuga að taka upp þráðinn að nýju. Fréttastofa Stöðvar 2 fór mikinn og reiknaði út hvað nokkrir valinkunnar þátttakendur sem keyptu í útboðinu fyrir litlar upphæðir og sögðu frá því hvað þeir höfðu hagnast mikið. Ef gengi Íslandsbanka heldur áfram hlýtur fréttastofan að feta sömu braut og reikna hvað hinir sömu hafi tapað mikið.

Að sama skapi gefur gengisþróun Íslandsbanka fulla ástæðu til þess að ganga enn harðar að Páli Magnússyni og biðja hann að upplýsa hvaða lífeyrissjóðir það er sem hann fullyrðir að lagt hafi inn tilboð fyrir 10 milljarða króna á genginu 122 í útboðinu en verið hafnað. Þeir sem greiða til þess sjóðs yrði Páli óendanlega þakklátir ef hann upplýsir um málið og væntanlega fljótir að færa greiðslur sínar til annars sjóðs.

Fjölmiðlarýnin vikunnar má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.