*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Huginn og muninn
11. nóvember 2017 11:09

Leitin að sökudólgunum

Vinstri grænir, Samfylking og Píratar benda á Sigurð Inga Jóhannsson og hafa sumir uppi mikil brigslyrði.

Haraldur Guðjónsson

Enn fór það svo að bjartar vonir um myndun vinstristjórnar runnu út í sandinn og eins og vant er keppast menn við að finna sökudólgana.

Vinstri grænir, Samfylking og Píratar benda á Sigurð Inga Jóhannsson og hafa sumir uppi mikil brigslyrði. Framsóknarmenn segja hins vegar fráleitt að kenna sér um, það hafi verið mikil bjartsýni að reyna að mynda ríkisstjórn með aðeins 32 manna meirihluta, slík stjórn væri í gíslingu hvers einasta stjórnarþingmanns og þyldu ekki minnsta mótbyr, eins og dæmin sýndu. Þegar í ljós hafi svo komið að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki verið að mynda ríkisstjórn með 32 þingmönnum, heldur aðeins 31½ manni hafi verið sjálfhætt. Þar er vísað til sérkennilegra orða Píratans Björns Levís Gunnarssonar, sem skilyrti stuðning sinn við þennan næstummeirihluta. Eða alveg þar til forysta Pírata tók hann inn í bakherbergi og hann látinn lýsa yfir skilyrðislausri hollustu við tilvonandi ríkisstjórn. Mjög gegnsætt allt. Þegar við bættust yfirlýsingar Birgittu Jónsdóttur, sem líkti Framsóknarflokknum við fiskiflugu, hafi Framsóknarmenn ákveðið að forða sér.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.