*

föstudagur, 25. júní 2021
Huginn og muninn
11. apríl 2021 08:33

Leyfum fólkinu að vera úti

Hvers vegna þarf fólk sem býr erlendis en þiggur atvinnuleysisbætur hér að koma til Íslands til að fá stimpil?

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Valgarður Gíslason

Um fátt hefur verið meira rætt í þessari viku en sóttvarnarhúsið við Þórunnartún. Í þessu fárviðri öllu saman rifjuðust upp fyrir hröfnunum orð Kára Stefánssonar í Kastljósi í lok mars. Hóf hann ræðuna frægri setningu sem hljóðar svona: „Svo er annað í þessu sem má ekki ræða, sem er svolítið erfitt." Því næst sagði Kári að hluti þeirra sem kæmu sýktir til ísland væru að koma frá Austur-Evrópu.

„Býsna stór hundraðshluti þeirra hefur búsetu á Íslandi, en eru nú atvinnulausir og koma hingað til þess að fá atvinnuleysisbætur með reglulegu millibili, og fara síðan heim til sín."

Fyrst stjórnvöld eru svona áfjáð í það að skikka alla sem koma til landsins í sóttkví þá vekur undrun að þau hafi ekki brugðist við þessum óþarfa ferðalögum. Maður myndi ætla að tiltölulega einfalt væri fyrir stjórnvöld að heimila fólki, sem býr erlendis en fær atvinnuleysisbætur á Íslandi, að þiggja sínar bætur án þess að þurfa að koma reglulega til Íslands til að fá einhvern stimpil. Þetta væri tiltölulega mannúðleg ákvörðun, sem mætti endurskoða á nokkurra mánaða fresti.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.