*

föstudagur, 18. september 2020
Huginn og muninn
11. janúar 2020 10:02

„Leyndarhvoll“

Eitt og hálft ár er síðan ríkisendurskoðandi skilaði greinargerð um Lindarhvol en skýrslan er enn óbirt.

Lindarhvoll ehf. var stofnað þann í apríl 2016 og var tilgangur félagsins að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs.
Haraldur Guðjónsson

Hrafnarnir bíða í óþreyju eftir að greinargerð Ríkisendurskoðunar verði birt um starfsemi Lindarhvols ehf. Nú eru 23 mánuðir síðan starfsemi Lindarhvols lauk og rúmir 18 mánuðir síðan settur ríkisendurskoðandi skilaði af sér greinargerð um starfsemina.

Ýmsir hafa gagnrýnt starfsemi félagsins og þá sérstaklega það að stjórnarmenn félagsins hefðu fengið á bilinu 220-320 þúsund krónur fyrir hvern stjórnarfund sem þeir sátu og tók hver þeirra rétt rúma klukkustund. Þá sátu í stjórn félagsins, Þórhallur Arason, fyrrverandi skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, Haukur C. Benediktsson núverandi yfirmaður fjármálastöðugleika í Seðlabankanum, og Ása Ólafsdóttir, prófessor í lagadeild Háskóla Íslands.

Deila má um hve mikið gagn er að úttektum þegar svo langt er liðið frá því að starfsemi Lindarhvols var hætt, en sökum þess hve erfiðlega hefur reynst að fá afhend gögn um félagið og hve lengi Ríkisendurskoðun dregur að birta skýrsluna kalla gárungarnir félagið nú Leyndarhvol.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.