Leyniráðgjafinn í fjármálaráðuneytinu, Indriði H. Þorláksson, sem hvorki er á starfsmannalista ráðuneytisins né þiggur verktakagreiðslur, samkvæmt yfirliti ráðuneytisins sem sent var Alþingi, virðist ekki hafa verið í sjálfboðavinnu á síðasta ári samkvæmt uppgefnum skattgreiðslum sem birtar eru í álagningarskrá. Samkvæmt útreikingum Frjálsrar verslunar voru launatekjur Indr iða rúm milljón á mánuði árið 2010. Örugglega er hluti af því eftirlaunagreiðslur eftir áratugastarf fyrir skattinn. Hvað með aðrar tekjur Indriða? Samkvæmt skýrl u AGS er hann skattaráðgjafi. Það er hægt að fá samband við hann í gegnum skiptiborð fjármálaráðuneytisins. Hvernig greiðir ráðuneytið fyrir ráðgjöf Indriða og hvað greiðir hann fyrir aðstöðuna í ráðuneytinu?