*

sunnudagur, 16. júní 2019
Huginn og muninn
8. október 2017 09:02

Lilja Alfreðs eygir bústýruhlutverk

Sigmundi Davíð mistókst að telja Lilju Alfreðsdóttur á að koma yfir í Miðflokkinn þó að höfuðbólið geti lagst í eyði.

Haraldur Guðjónsson

Samfylkingin er auðvitað ekki eini flokkurinn, sem hefur lagt sig eftir að stilla upp fólki handan víglínunnar. Það sem frést hefur af frambjóðendum Miðflokksins er þannig mest úr Framsóknarflokknum, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður hafa lagt mikið á sig til þess að finna frambjóðendur úr ýmsum fleiri flokkum og verið óspar á loforð um ýmsan vegsauka annan.

Hins vegar mistókst honum að telja Lilju Alfreðsdóttur á að koma yfir í Miðflokkinn með sér. Sjálf mun hún hafa lýst þvi svo, að henni liði svolítið eins og skilnaðarbarni, en hún vissi nú samt hvar lögheimilið væri og ætlaði að halda sig heima.

Á hinn bóginn er ekkert gefið að hún nái að halda þingsæti, ekki einu sinni víst að Framsóknarflokkurinn hangi á þingi. Gárungarnir grínast því með að þó að höfuðbólið leggist í eyði geti hún örugglega fengið inni í kotinu við Kalkofnsveg. Og hver veit, þar mun vanta bústýru bráðum!

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is