*

laugardagur, 4. desember 2021
Huginn og muninn
17. október 2021 10:12

Litlar áhyggjur

Fólk úti á vinnumarkaðnum hefur ekki miklar áhyggjur af kjaramálum Play ef marka má fjölda starfsumsókna.

Birgir og Drífa eru ósammála um flest þessa dagana.
Gunnhildur Lind Photography

Alveg frá því að Play fór að hefja sig til flugs hefur Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, verið dugleg að gagnrýna félagið og þá sérstaklega kjaramálin.

Ræðan byrjaði síðasta vor og stendur enn yfir því í byrjun mánaðarins birti hún pistil þar sem hún sagði meðal annars að flugfélagið væri byggt á grunni kjara undir lágmarkslaunum og að hún hefði ítrekað fengið óskir um liðsinni frá starfsfólki Play og ábendingar um slæman aðbúnað þess. Þá hafi henni borist nafnlaus bréf frá fólki sem „óttast afleiðingar af því að koma fram undir nafni“. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur alltaf vísað gagnrýninni á bug. Eftir síðasta útspil Drífu sagði hann engar kvartanir hafa borist til félagsins vegna kjara eða slæms aðbúnaðar.

Þessi nýjasti pistill Drífu birtist tveimur dögum eftir að Play tilkynnti að til stæði að ráða í 150 ný störf. Pistillinn hefur greinilega farið framhjá mörgum því tæplega tvö þúsund manns sóttu um hjá Play.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.