*

laugardagur, 19. september 2020
Huginn og muninn
9. október 2016 10:19

Loforðaflaumurinn fyrir kosningar

Brynjar Níelsson er ekki par hrifinn af kosningaloforðum vinstriflokkanna.

Haraldur Guðjónsson

Brynjar Níelsson stiklaði á dögunum yfir loforð vinstriflokkanna í aðdraganda kosninganna og sagði að um hann færi hrollur. „Um leið og glitta fer í batnandi ástand og horfur er ekkert mál að lofa öllum öldruðum og öryrkjum 300 þúsund á mánuði úr almannatryggingum án nokkurs tillits til tekna og eigna viðkomandi. Öll heilbrigðisþjónusta, hverju nafni sem hún nefnist, skal vera gjaldfrí. Bæta skal tugum milljarða í heilbrigðiskerfið og skólakerfið, annað eins í samgöngur og svona má lengi telja.“

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur sjálf talað um loforðasúpu, sem hún vill fjármagna með því að hækka skatta á nær allt sem hreyfist í samfélaginu.

Þrátt fyrir að hafa greitt niður skuldir um mörg hundruð milljarða námu skuldir ríkisjóðs í árslok 2015 enn yfir nítján hundruð milljörðum. „Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa nú stjórnað Reykjavíkurborg um langt skeið og enginn getur haldið því fram að þar sé forgangsraðað til velferðarmála eða grunnþjónustu. Og það tekur ekki langan tíma að breyta jákvæðum horfum í ríkisbúskap í neikvæðar þegar gleðskapurinn fer úr böndunum,“ segir Brynjar að lokum.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.