*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Huginn og muninn
20. apríl 2019 10:03

Lögreglan í kröppum dansi

Talsverður hiti komst í umræðu um nagladekk svo lá við að almannaró væri raskað.

Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt umferðarlögum er nú formlega komið sumar, og notkun nagladekkja því óheimil frá og með síðasta mánudegi, að viðlagðri 20 þúsund króna sekt á hvert dekk, nema þeirra sé „þörf vegna akstursaðstæðna“. Lögreglan byrjar þó svo til aldrei að beita slíkum sektum fyrr en mörgum vikum seinna, í krafti þessarar undanþágu. Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarpsmaður og fyrrum borgarfulltrúi, sagði þetta ámælisverða túlkun hjá lögreglunni í tísti á mánudag.

Lögreglan svaraði um hæl og póstnúmer blönduðust í málið, og fyrr en varði voru grínistinn og fyrrum borgarstjórinn Jón Gnarr og athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson farnir að leggja orð í belg og talsverður hiti kominn í umræðuna svo lá við að almannaró væri raskað. Hrafnarnir þykjast ekki hafa neina töfralausn á málinu, en líklega færi þó betur á því að löggjafinn forðaðist að skilyrða landslög við jafn ófyrirsjáanlega hluti og hið séríslenska veðurfar.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.