*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Huginn og muninn
3. apríl 2016 10:09

Lýðræðislegir búvörusamningar

Hröfnunum þykir gott að einhver hafi fengið að greiða atkvæði um búvörusamninga.

Haraldur Guðjónsson

Kúabændur og sauðfjárbændur hafa samþykkt nýja búvörusamninga. Um 60% sauðfjárbænda samþykktu samninginn, en 37% höfnuðu honum. Tæp 75% kúabænda samþykktu samninginn en tæp 24% höfnuðu honum. Kom þetta fram í tilkynningu frá Bændasamtökunum í vikunni.

Hröfnunum þótti afar ánægjulegt að sjá að einhverjir fengu að greiða atkvæði um búvörusamningana, því ekki hafa þeir verið lagðir fyrir skattgreiðendur, sem munu þurfa að borga brúsann.

Vissulega á Alþingi eftir að samþykkja samningana, en hlutverk þess verður eingöngu það að staðfesta þá eða hafna. Samningarnir voru ekki einu sinni kynntir öðrum ráðherrum í ríkisstjórn áður en undir þá var skrifað. En áhugafólk um lýðræði getur huggað sig við að þeir gilda nú einu sinni aðeins til tíu ára.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is