*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Huginn og muninn
6. nóvember 2021 08:55

Málin skýrast

Farandbyltingarsinninn Maxim Baru var rekinn og vandar fyrrum formanni Eflingar ekki kveðjurnar.

Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar.
Eyþór Árnason

Fyrir tveimur árum stofnaði Efling sérstakt félagssvið, sem hafði það hlutverk að „blása nýju lífi í herskáa stéttabaráttu“.

Efling fékk farandbyltingarsinnann Maxim Baru til þess að leiða sviðið en hann er róttækur mjög og hafði komið að verkalýðsbaráttu úti í heimi, svona nokkurs konar kommúnískur Lee Buchheit. Eftir nokkurra mánaða starf, í apríl 2019, var tilkynnt um starfslok Maxims eða Max eins og hann var kallaður af félögum sínum í Eflingu. Á þeim tíma vakti það athygli hrafnanna að Viðar Þorsteinsson sagðist ekki geta tjáð sig um starfslokin.

Nú, um tveimur og hálfu ári seinna, er málið að skýrast. Í viðtali við Vísi í vikunni sagðist Max hafa verið rekinn. Ekki nóg með heldur sakaði hann Sólveigu Önnu um útlendingaandúð, áreiti og einelti og sagði afsögn hennar fyrirséða vegna hegðunarmynsturs hennar síðustu ár.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.