*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Huginn og muninn
20. júní 2021 08:12

Mannréttindi vinstri vængsins

Hrafnarnir vilja minna vinstri menn á að mannréttindum er ætlað að veita borgurum vernd gegn ofríki hins opinbera.

Birgir Ísl. Gunnarsson

Prófessorinn Þorvaldur Gylfason skrifar reglulega pistla í Stundina og ráku hrafnarnir nýverið augun í einn slíkan. Þar fjallar Þorvaldur um útboðsgengi Íslandsbanka og spyr hvort engin lög aftri „stjórnmálamönnum frá því að selja eignir almennings á undirverði?“

Svarið fann prófessorinn í eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, sem honum er á öðrum dögum mjög í nöp við, og telur hann það mannréttindaákvæði girða fyrir söluna.

Sú túlkun er á pari við það þegar Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vildi leita til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem einn dómari í makríldómum Hæstaréttar hefði verið vanhæfur. Taldi hún það leiða til þess að brotið hefði verið á mannréttindum ríkisins!

Hrafnarnir vilja minna vinstri menn á að mannréttindum er ætlað að veita borgurum vernd gegn ofríki hins opinbera en ekki að vernda hið opinbera fyrir sjálfu sér.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.