*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Huginn og muninn
31. maí 2020 10:02

Már málamiðlun?

Ekki fæst betur séð en að endurráðning Más Guðmundssonar í Seðlabankann hafi verið málamiðlun

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Haraldur Guðjónsson

Endurráðning Más Guðmundssonar, sem seðlabankastjóra árið 2014, var málamiðlun samkvæmt því er fram kemur í nýútkominni bók Sigurðar Más Jónssonar, Afnám haftanna.

Í bókinni kemur fram að Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, hafi viljað skipa Friðrik Má Baldursson en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, hafi haft augun á Ragnari Árnasyni. Frásögn Sigurðar Más er reyfarakennd því hann segir að þegar Sigmundur Davíð hafi haft pata af því að Bjarni hygðist skipa Friðrik Má hafi hann brunað norður á Siglufjörð til að hitta Bjarna, sem þar var staddur með dóttur sinni á Pæjumótinu í fótbolta. Niðurstaða þeirrar fundar hafi verið að endurráða Má. Hrafnarnir hafa lúmskt gaman af svona frásögnum.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.