*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Huginn og muninn
31. mars 2019 10:02

Már ónæmur á mótdrægt andrúmsloft

Tilraun seðlabankastjóra til að vera kumpánlegur við nafnana Þorstein Má og Þorstein Sæmundsson var tekið fálega.

Af nefndarfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Haraldur Guðjónsson

Athyglisvert var að fylgjast með hversu mótdrægt andrúmsloft hafði myndast á nefndarfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á dögunum, en enn frekar hve Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem sat þar fyrir svörum, virtist ónæmur á aðstæðurnar.

Hafði hann eytt eins miklum tíma og hann gat á fundinum til að tala eins og köttur í kringum heitan graut um stjórnsýslu Seðlabankans við framkvæmd gjaldeyriseftirlitsins og þvælt málið fram og til baka án þess að svara beint spurningum nefndarmanna.

Að fundinum loknum reyndi hann samt sem áður að ganga kumpánlega til nafnanna Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og svo Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins. Sá síðarnefndi fór í kjölfarið fram á afsögn Más.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.