*

föstudagur, 21. febrúar 2020
Huginn og muninn
23. ágúst 2019 09:32

Margblessuð starfslok

Vonarstjarna VR lagði blessun sína yfir starfslokasamning bankastjóra Arion banka líkt og fulltrúi Bankasýslunnar.

Guðrún Johnsen.
Haraldur Guðjónsson

Sem kunnugt er hlaut Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, 150 milljónir króna greiddar vegna starfsloka nú í vor, að því er fram kemur í nýbirtum árshlutareikningi bankans.

Margir hafa hreyft athugasemdum við þá höfðinglegu skilnaðargjöf, enda upphæðin á við tíföld árslaun meðalstarfsmanns bankans og eru þau þó nær tvöföld meðallaun launþega í landinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði m.a. að þetta slægi sig sem „ótrúlegt bruðl“, en líkt og bent var á í Fréttablaðinu í gær „blessaði“ fulltrúi bankasýslu ríkisins í stjórn Arion, Kristín Þ. Flygenring, þennan gjörning og yfir því fussa margir þó fjármálaráðherra hafi ekki yfir honum að segja.

Ýmsir verkalýðsleiðtogar hafa látið í sér heyra vegna þessa og þá ekki síst Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. En þá má minnast þess að annar stjórnarmaður, sem blessaði rausnarskapinn, var Guðrún Johnsen, ein helsta vonarstjarna VR, sem á dögunum var skipuð í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og sagt er að Ragnar Þór vilji að verði næsti stjórnarformaður sjóðsins.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.