*

mánudagur, 6. apríl 2020
Huginn og muninn
14. apríl 2019 11:01

Maxim hættur í Eflingu

„Á hverjum einasta degi eru vinnuveitendur að finna nýjar leiðir til að hafa pening af starfsfólki sínu.“

Gunnlaugur Rögnvaldsson

Í vetur stofnaði stéttarfélagið Efling nýtt svið, félagssvið. Í tilkynningu frá Eflingu kom fram að með stofnun nýs sviðs væri verið að „blása nýju lífi í herskáa stéttabaráttu“. Í tilefni af þessu sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að hið nýja svið væri hugsað til þess að „snúa vörn í sókn og ganga lengra í að virkja félagsmenn í baráttunni en hefur þekkst áratugum saman“. Efling fékk Maxim Baru, til þess að leiða þetta nýja svið.

Maxim eða Max eins og hann er kallaður af félögum sínum í Eflingu, er róttækur mjög og áður en hann kom til Eflingar hafði hann komið að verkalýðsbaráttu í Kanada. „Á hverjum einasta degi eru vinnuveitendur að finna nýjar leiðir til að hafa pening af starfsfólki sínu,“ sagði Max í viðtali í fréttabréfi Eflingar í vetur. Hrafnarnir ráku upp stór augu þegar þeir lásu stutta frétt í Mogganum í fyrradag, þar sem fram kom að Max væri hættur hjá Eflingu og það vakti líka athygli að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, sagðist ekki getað tjáð sig um starfslokin. Nú er búið að semja og kannski er byltingunni bara lokið.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Stikkorð: Efling
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.