*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Huginn og muninn
18. janúar 2020 10:02

Fór með peðið í efstu línu

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, heldur áfram að snúa taflinu sér í hag.

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts.
Eva Björk Ægisdóttir

Rekstur Íslandspósts hefur mikið verið í fjölmiðlum undanfarin misseri og reyndar ár enda fyrirtækið verið rekið með viðvarandi tapi. Íslandspóstur hefur einnig margoft komst í fréttir vegna samkeppnismála, þar sem fyrirtækið var um árabil í skoðun hjá Samkeppniseftirlitinu. Nú er til að mynda verið að skoða hvort Íslandspóstur hafi brotið sátt sem gerð var við Samkeppniseftirlitið árið 2017. Niðurstaðan mun væntanlega birtast innan tíðar.

Birgi Jónssyni, sem tók við forstjórastöðunni um mitt síðasta ár, hefur á skömmum tíma tekist að skera niður kostnað og hagræða á mörgum sviðum. Birgir heldur áfram að snúa taflinu. Nýjasti leikur hans vakti athygli hrafnanna en í síðustu viku komst hann með peðið í efstu línu skákborðsins og réð Kristin Má Reynisson, sem lögfræðing Íslandspósts. Kristinn Már er þaulreyndur á sínu sviði og það sem meira er þá þekkir hann samkeppnislögin betur en margir aðrir enda kemur hann til Íslandspósts beint frá Samkeppniseftirlitinu.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.